Segja ummælin „svívirðilegar lygar“

Kínverski fáninn fyrir utan gaddavírsgirðingu í Yangisar í Xinjiang-héraði.
Kínverski fáninn fyrir utan gaddavírsgirðingu í Yangisar í Xinjiang-héraði. AFP

Kínverjar hafa vísað á bug ummælum fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að stjórnvöld landsins hafi gerst sek um þjóðarmorð gagnvart Úígúrum og öðrum minnihlutahópum. Þeir segja ummælin „svívirðilegar lygar“ og „eitur“.

Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sakaði Mike Pompeo utanríkisráðherra um að hafa búið til „æsifengnar og falskar staðhæfingar“ á meðan hann hefur verið í embætti.

Hua sagði að þjóðarmorð hefði „aldrei átt sér stað í fortíðinni, á sér ekki stað núna og mun aldrei gerast í Kína“.

Mannréttindahópar segja að að minnsta kosti einni milljón Úígúrum og öðrum tyrkneskumælandi múslimum sé haldið í fangabúðum í Xinjiang-héraði í Kína.

Úígúrar mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið í Instanbúl í Tyrklandi.
Úígúrar mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið í Instanbúl í Tyrklandi. AFP
mbl.is