Ítalir hóta að lögsækja Pfizer

Töf hefur orðið á bóluefnagjöf á Ítalíu líkt og víða …
Töf hefur orðið á bóluefnagjöf á Ítalíu líkt og víða annars staðar sökum þess að Pfizer þurfti tímabundið að draga úr því magni sem hafði verið lofað að senda. AFP

Ítölsk stjórnvöld hafa hótað því að lögsækja bóluefnaframleiðandanum Pfizer vegna tafa við ahefndingu bóluefnis. Líkt og víða annars staðar fá Ítalir færri skammta en áætlanir gerðu ráð fyrir á næstu vikum. Fyrir vikið hafa áætlanir um dreifingu bóluefnisins riðlast.

Hafa tafirnar hafta þau áhrif að héraðsstjórnir á Ítalíu hafa ákveðið að bíða með að gefa fólki fyrsta skammt af bóluefninu en áætlanir gera nú ráð fyrir því að tryggja þeim sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn annan skammt bóluefnisins.

Haft er eftir Francesco Boccia, ráðherra sveitastjórnarmála í samtali við fjölmiðla í gær að yfirvöld hyggi á lögsókn vegna tafanna.

Þá er haft eftir Donenico Arcuri æðsta fulltrúa sóttvarna í faraldrinum að heilsuvernd ítalskra þegna sé ekki umsemjanleg. Eins segir hann að 29% umsamdra skammta af bóluefninu hefðu ekki borist í vikunni líkt og lofað hafði verið.

Stjórnvöld kölluðu til sérstaks fundar til þess að ræða málið og var niðurstaðan sú að gripið yrði til lagalegra ráðstafana á næstu dögum.

The Local segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert