Bólusetti fjölskylduna á undan öðrum

AFP

Framkvæmdastjóri dvalarheimilis aldraðra í Eskilstuna bólusetti fjölskyldu sína áður en starfsfólk heimilisins var bólusett. Málið er í rannsókn hjá sveitarfélaginu að því er fram kemur í frétt sænska ríkissjónvarpsins.

Starfsmaður á heimilinu segir í samtali við SVT að þetta fari í taugarnar á fólki enda eigi fjölskyldan ekki að vera í forgangi þegar kemur að bólusetningu.

Eftir áramótin var byrjað að bólusetja við Covid-19 á dvalar- og hjúkrunarheimilum í Eskilstuna. Samkvæmt reglum varðandi bólusetningar er gert ráð fyrir að starfsfólk heimilanna sé næst í röðinni á eftir heimilisfólki. 

Viktor Hård, sem fer með velferðarmál í Eskilstuna, staðfestir að málið sé í rannsókn og þetta brjóti gegn þeim reglum sem gilda um forgangsröðun bólusetninga 

Frétt SVT

mbl.is