Ellefu verkamönnum bjargað úr námunni

Frá vettvangi fyrr í vikunni.
Frá vettvangi fyrr í vikunni. AFP

Ellefu kínverskum verkamönnum, sem hafa verið fastir neðanjarðar í um tvær vikur, var bjargað upp úr gullnámu fyrir stuttu. Mennirnir lokuðust inni á um 540 metra dýpi eftir að sprenging lokaði útgönguleiðinni 10. janúar.

Áfram er tíu saknað eftir slysið, en staðfest er að einn sé látinn.

Fyrsti verkamaðurinn sem kom upp úr námunni í morgun var með bundið fyrir augun til að verja augun birtu á ný. Var hann illa á sig kominn og fluttur beint á sjúkrahús. Um klukkustund síðar var búið að bjarga hinum tíu upp. Samkvæmt fréttum kínverskra fjölmiðla var einn þeirra slasaður.

Hluti hópsins sást ganga, en þó með stuðningi björgunarfólks. Voru þeir allir fluttir á sjúkrahús.

mbl.is