Farið fram á 30 ár í mannránsmáli

Jacqueline Veyrac, 80 ára, er forrík og meðal annars eigandi …
Jacqueline Veyrac, 80 ára, er forrík og meðal annars eigandi fimm stjörnu Grand hótelsins í Cannes og La Reserve-veitingastaðarins í Nice. AFP

Saksóknarar í Frakklandi fara fram á þunga fangelsisdóma yfir tveimur mönnum fyrir mannrán á hótelerfingja.

Jacqueline Veyrac var rænt þegar hún var á leið í bifreið sína í Nice í Frakklandi árið 2016. Mannræningjarnir komu henni fyrir bundinni í sendiferðabíl sem skilinn var eftir við rólega götu og þar dúsaði hún í tvo daga þar til vegfarandi kom auga á hana og lét hana lausa.

Veryac er forrík og meðal annars eigandi fimm stjörnu Grand hótelsins í Cannes og La Reserve-veitingastaðarins í Nice.

Alls hafa 13 stöðu grunaðra í málinu, en farið er fram á þyngstan dóm yfir ítalska veitingahúsaeigandanum Giuseppe Serena, sem neitaði sök framan af en virtist játa sig sekan þegar fyrir dóm var komið. „Í mínum augum er hann upphafsmaðurinn,“ segir Annie Brunet-Fuster, aðalsaksóknari í málinu, og fer fram á 30 ára dóm yfir Serena, en hann starfaði á La Reserve veitingahúsinu og er sagður hafa haft horn í síðu Veryac síðan samningi hans var sagt upp árið 2009.

Talið er að Serena hafi ætlað að nota lausnargjald fyrir Veryac til þess að opna nýtt veitingahús.

Þá er farið fram á 25 ára fangelsisdóm yfir Philip Dutton, breskum fyrrverandi sérsveitarhermanni, sem hefur játað að hafa átt þátt í mannráninu, og 18 til 20 ár yfir þremur mönnum sem taldir eru hafa átt stóran þátt í mannráninu.

Fimm stjörnu Grand hótelið í Cannes sem er í eigu …
Fimm stjörnu Grand hótelið í Cannes sem er í eigu Veyrac. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert