Í Candy Crush á fundum með Merkel

Bodo Ramelow viðurkennir að orð hans hafi verið gott dæmi …
Bodo Ramelow viðurkennir að orð hans hafi verið gott dæmi um karlrembu. AFP

Forsætisráðherra Thüringen í þýskalandi hefur komist í hann krappan í kjölfar þess að hann viðurkenndi á spjallrás, sem hann taldi lokaða, að hann spilaði Candy Crush á samhæfingarfundum Angelu Merkel vegna kórónuveirufaraldursins.

Bedo Ramelow taldi sig vera á lokuðum spjallfundi á forritinu Clubhouse þegar hann sagði að sumir leystu sudoku-þrautir, aðrir spiluðu skák eða skrafl í farsímum sínum og að hann spilaði Candy Crush á fundunum, sem stundum teygðust klukkustundum saman.

Þá kallaði Ramelow Merkel „Merkelchen“, sem þýðist nokkurn veginn sem „Merkel litla“, á spjallrásinni.

Ramelow hefur beðist afsökunar á illmælginu og viðurkennt í twitterfærslu að það að tala svona niður til kanslarans sé karlremba.

Talsmaður Merkel segir að atvikið tali fyrir sig sjálft og krefjist ekki athugasemdar frá kanslaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert