Mótmæltu hertum sóttvarnaaðgerðum

Frá átökum mótmælenda og lögreglu.
Frá átökum mótmælenda og lögreglu. AFP

Óeirðalögregla var kölluð út í hollensku borginni Eindhoven í gærkvöldi eftir að hópur fólks kom saman og mótmælti hertum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann tók gildi í gærkvöldi.

Lögregluþjónar beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldunum. Sumir þeirra hentu flugeldum í átt að lögreglu, brutu rúður og brutust inn í verslanir.

Mótmælendur kveiktu meðal annars í bíl.
Mótmælendur kveiktu meðal annars í bíl. AFP

Rúmlega hundrað voru handteknir.

Auk mótmælanna í Eindhoven var kveikt í skimunarmiðstð í bænum Urk í norðurhluta Hollands á laugardagskvöld.

„Íkveikjan þar fer yfir öll velsæmismörk,“ sagði heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge. 

Útgöngubann er í gildi frá 21:00 til 04:30 en frá upphafi faraldursins hafa 944 þúsund greinst með veiruna í Hollandi og 13.646 hafa látist.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina