Ráðherra lést af völdum Covid-19

Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Carlos Holmes Trujillo, lést í dag en hann var lagður inn á sjúkrahús í Bogota 11. janúar vegna Covid-19.

Forseti Kólumbíu, Ivan Duque, greindi frá þessu í myndskeiði sem hann birti á Twitter. Trujilo, sem var 69 ára gamall, var fluttur á gjörgæsludeild 15. janúar eftir að lungu hans voru nánast orðin óstarfhæf. 

Carlos Holmes Trujillo varnarmálaráðherra Kólumbíu. Myndin var tekin í október.
Carlos Holmes Trujillo varnarmálaráðherra Kólumbíu. Myndin var tekin í október. AFP
mbl.is