Tafir á dreifingu bóluefnis

Samkvæmt frétt VG mun AstraZeneca afhenda Norðmönnum bóluefni tvisvar í …
Samkvæmt frétt VG mun AstraZeneca afhenda Norðmönnum bóluefni tvisvar í mánuði. AFP

„Þetta þýðir að tafir verða á dreifingu bóluefnis og margir í áhættuhópum verða bólusettir í apríl og maí í staðinn fyrir febrúar og mars,“ segir Preben Aavitsland, læknir á vegum Lýðheilsustofnunar Noregs, við fyrirspurn Verdens Gang.

Upphaflega var gert ráð fyrir 1,1 milljón skammta bóluefnis frá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca gegn Covid-19 til Noregs í næsta mánuði en tafir í framleiðslu gera það að verkum að skammtarnir verða aðeins 200 þúsund.

Samkvæmt frétt VG mun AstraZeneca afhenda Norðmönnum bóluefni tvisvar í mánuði.

Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, segir að tafir AstraZeneca gætu þýtt seinkun bólusetningar stórs hóps í landinu um einn til tvo mánuði. Þrátt fyrir það vonast hann til þess að búið verði að bólusetja stóran hluta Norðmanna í sumar.

Camilla Stolten­berg, for­stjóri Lýðheilsu­stofn­un­ar­inn­ar, segir að fréttirnar séu vonbrigði.

Umfjöllun VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert