Engar stórar tilslakanir í kortunum í Danmörku

„Miklar tilslakanir eru ekki raunhæfar í febrúar,“ segir Heunicke.
„Miklar tilslakanir eru ekki raunhæfar í febrúar,“ segir Heunicke. AFP

Heilbrigðisráðherra Danmerkur segir ekki standa til að slaka mikið á aðgerðum þar í landi í næsta mánuði. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 7. febrúar.

Magnus Heunicke segir að þrátt fyrir að smitum fari verulega fækkandi, sem og innlögnum á sjúkrahús, séu enn óvissuþættir í faraldrinum sem ríkið réði ekki við.

Þessi ummæli lét Heunicke falla í kjölfar þess að stjórnvöld birtu upplýsingar um smitstuðul kórónuveirunnar í Danmörku, sem nú er 0,8 og þykir það gott. Hins vegar er smitstuðull breska afbrigðis veirunnar, B.1.1.7, enn yfir 1 eða 1,07, sem þýðir að það sé enn í mikilli dreifingu.

„Miklar tilslakanir eru ekki raunhæfar í febrúar,“ segir Heunicke.

Frétt DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert