Ítalskur bóluefnaframleiðandi fær ríkisstyrk

Bóluefni Rei Tehra verður ekki tilbúið fyrr en á síðari …
Bóluefni Rei Tehra verður ekki tilbúið fyrr en á síðari hluta þessa árs, gangi allt að óskum. AFP

Ítölsk stjórnvöld munu kaupa 30% hlut í Rei Thera, ítölsku fyrirtæki sem ætlar sér að þróa bóluefni við kórónuveirunni. Þetta sagði Roberta Speranza, heilbrigðrisráðherra Ítalíu, við fjölmiðla í dag.

Talskona stjórnvalda sagðist í samtali við AFP ekki vita enn hversu mikils virði fjárfestingin væri. Þó gerði Invitalia, stofnun sem fer með eignarhald ítalskra stjórnvalda í einkafyrirtækjum, grein fyrir því í gær að fjárfest yrði í Rei Thera fyrir um 81 milljón evra, andvirði tæplega 13 milljarða króna.

Bóluefni Rei Thera er enn í prófunarfasa og því ekki unnt að veita því markaðsleyfi enn. Talið er að bóluefnið verði ekki tilbúið fyrr en í septemberlok í fyrsta lagi.

Ítalir hafa farið einna verst Evrópuþjóða út úr faraldrinum. Um 2,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni og þar af hafa rúmlega 86 þúsund látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert