Nýnasisti í lífstíðarfangelsi

Stephan Ernst.
Stephan Ernst. AFP

Þýskur nýnasisti var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke árið 2019. 

Stephan Ernst var fundinn sekur um að hafa skotið Lübcke til bana við heimili stjórnmálamannsins 1. júní 2019.  Talið er að þetta sé fyrsta skipti frá því í seinni heimsstyrjöldinni sem öfgaþjóðernissinni drepur stjórnmálamann vegna stjórnmálaskoðana viðkomandi.

Að sögn saksóknara var tilefni morðsins rasismi og útlendingahatur en Lübcke hafði varið þá stefnu þýskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki sem flúði til Evrópu undan stríðinu í Sýrlandi.

Markus Hartmann, sem var talinn vera vitorðsmaður morðingjans, var aftur á móti sýknaður af ákærðu um samsekt en dæmdur sekur um ólöglegan vopnaburð. Hann fékk átján mánaða skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í Frankfurt í morgun.

Stephan Ernst sést hér ræða við verjanda sinn, Mustafa Kaplan, …
Stephan Ernst sést hér ræða við verjanda sinn, Mustafa Kaplan, í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert