„Sjálf­stæði Taív­an þýðir stríð”

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. EPA

Kínversk stjórnvöld hafa aðvarað taívönsku þjóðina og segja að allir sjálfstæðistilburðir ríkisins verði túlkaðir sem stríðsyfirlýsing. Í gær styrktu Kínverjar herlið sitt í kringum Taívan og flugu orrustuþotum yfir landið.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tjáði heimsbyggðinni stuðning sinn við Taívan til þess að gefa í skyn stefnu sína í málefnum er tengjast Kína og Suðaustur-Asíu, að því er segir í frétt BBC.

Bandaríkin segja aðvörun Kínverja til granna sinna í Taívan vera óheppilega og bæta við að spenna á svæðinu þurfi ekki að leiða til einhvers sem líkist átökum.

„Við erum í fúlustu alvöru að segja við þessar sjálfstæðissinnuðu, taívönsku hersveitir: Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna sig. Sjálfstæði Taívan þýðir stríð,” sagði Wu Qian, talsmaður kínverska varnamálaráðuneytisins, við fjölmiðla í gær.

Hann bætti við að herbrölt Kínverja á Taívansundi væri til þess að tryggja öryggi á svæðinu og til að tryggja fullveldi Alþýðulýðveldisins Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert