Beittu piparúða á níu ára gamla stúlku

Aðgerðir lögreglunnar í bandarísku borginni Rochester hafa vakið mikla reiði eftir að myndir úr búkmyndavélum lögreglumanna leiddu í ljós að þeir höfðu sett níu ára gamla stúlku í handjárn og beitt á hana piparúða.

Er þetta nýjasta dæmið um það sem margir segja of mikla hörku í aðgerðum lögreglunnar í Bandaríkjunum. 

Stúlkan glímdi við alvarleg geðræn vandamál og hafði hótað að taka eigið líf ásamt lífi móður sinnar þegar lögregla var kölluð á staðinn. Lögregluþjónar settu handjárn á stúlkuna og reyndu að þvinga hana inn í lögreglubifreið, en þegar hún streittist á móti beittu þeir á hana piparspreyi.

Lögreglan í Rochester hefur borið það fyrir sig að þeir hafi þurft að nota handjárn og piparúða gegn stúlkunni „til að gæta að öryggi hennar“. Á myndskeiðinu sést lögreglan fyrst reyna að aðstoða stúlkuna, en þegar móðir hennar birtist og þær byrja að rífast mistekst lögreglunni að halda stjórn á aðstæðum og endar þetta með fyrrgreindum aðgerðum.

Borgarstjóri Rochester hefur fordæmt valdbeitinguna gagnvart barninu og farið fram á endurskoðun á verkferlum lögreglunnar í borginni.

Er þetta nýjasta dæmið um það sem margir segja of …
Er þetta nýjasta dæmið um það sem margir segja of mikla hörku í aðgerðum lögreglunnar í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert