„Ætlað að hrella milljónir manna“

Lögreglumenn taka stuðningsmenn Navalnís höndum.
Lögreglumenn taka stuðningsmenn Navalnís höndum. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní segir að dómsmáli sem höfðað hefur verið á hendur honum sé „ætlað að hrella milljónir manna.“ Réttað er yfir Navalní í dag og á hann yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsisdóm. Fleiri en 200 voru tekin höndum nærri dómssalnum í Moskvu í dag. 

Fjöldi óeirðarlögreglumanna, sem sumir sitja á hestsbökum, eru fyrir utan dómssalinn. Þar verður ákvörðun tekin um það hvort hann eigi að sitja af sér fangelsisdóm fyrir fjársvik sem áður hafði verið frestað. 

BBC greinir frá.

Á landsvísu hefur fólk mótmælt dómsmálinu. Navalní sjálfur segir að fjársvikamálið sem hann var dæmdur í hafi verið uppspuni. 

Alexei Navalní í dómssal í dag.
Alexei Navalní í dómssal í dag. AFP

Segja ásakanirnar fráleitar

Endurkoma hans til Rússlands 17. janúar síðastliðinn kom af stað fjöldamótmælum honum til stuðnings. Margir mótmælendanna eru ungir Rússar sem hafa einungis upplifað landið sitt undir stjórn Vladimirs Pútíns forseta. 

Navalní hefur verið sakaður um að hafa brotið reglur um reynslulausn sem skylduðu hann til að vera reglulega í sambandi við rússnesku lögregluna vegna skilorðsbundins dóms árið 2014 vegna áðurnefndra fjársvika.

Lögreglumenn ganga fram hjá vegg nærri dómssalnum þar sem réttarhöldin …
Lögreglumenn ganga fram hjá vegg nærri dómssalnum þar sem réttarhöldin eru haldin. AFP

Lögfræðingar Navalnís segja fráleitt að hann sé sakaður um brot á skilorði þar sem yfirvöld vittu að hann væri að ná sér í Berlín eftir taugaeitrun sem hann varð fyrir og gekk næstum af honum dauðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert