Biden snýr við blaði Trumps í innflytjendamálum

Til stendur að Biden skrifi undir röð tilskipana til þess …
Til stendur að Biden skrifi undir röð tilskipana til þess að yfirfara innflytjendastefnu Bandaríkjanna og gera hana opnari. AFP

Starfsliði Joes Bidens Bandaríkjaforseta hefur verið falið að hagræða ferli til að veita níu milljónum innflytjenda þegnrétt í Bandaríkjunum, en Biden segir það skref í að snúa við misheppnaðri stefnu forvera síns í embætti á sviði innflytjendamála.

Til stendur að Biden skrifi undir röð tilskipana til þess að yfirfara innflytjendastefnu Bandaríkjanna og gera hana opnari.

Þá mun forsetinn láta endurskoða allar þær lagalegu hindranir í innflytjenda- og samþættingarmálum sem komið var á í stjórnartíð Donalds Trumps.

Að sögn háttsetts embættismanns innan ríkisstjórnar Bidens verður um að ræða róttækar breytingar á innflytjendastefnu Bandaríkjanna og er markmiðið að auka traust á innflytjendakerfinu og stuðla að samþættingu Ameríkana.

„Trump var svo upptekinn af veggnum að hann gerði ekkert til að takast á við rót vandans,“ er haft eftir embættismanninum.

mbl.is