Leiðtogar fordæma fangelsisdóm yfir Navalní

Bæði Bandaríkin og Bretland hafa kallað eftir því að rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní verði látinn laus úr haldi, eftir að rússneskur dómstóll úrskurðaði í dag að Navalní skuli afplána fangelsisdóm sem áður var skilorðsbundinn. Navalní var sakaður var um hafa rofið skilorð.

Navalní var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2014. Navalní hafði þegar afplánað hluta dómsins í stofufangelsi, og verður sá tími dreginn af afplánuninni. Talsmenn Navalní hafa boðað til mótmæla í Moskvu í kvöld, en þegar hafa þúsundir verið handteknar í mótmælum sem staðið hafa yfir frá því að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands í síðasta mánuði. Navalní hafði dvalið í Þýskalandi síðustu mánuði þar sem hann jafnaði sig eftir eitrun sem hann varð fyrir. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, fordæmdi fangelsisdóminn í dag og kallaði eftir því að Navalní verði látinn laus úr haldi. Slíkt hið sama gerði utanríkisráðherra Bretlands Dominic Raab. 

Navalní kemur fyrir dómara í morgun.
Navalní kemur fyrir dómara í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert