Kjósa um að víkja Greene úr nefndarsætum

Marjorie Taylor Greene er ekki þekkt fyrir að standa á …
Marjorie Taylor Greene er ekki þekkt fyrir að standa á skoðunum sínum, sem oftar en ekki eru misgáfulegar. Hún er ötull fylgismaður samsæriskenninga á borð við QAnon. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun kjósa um það á morgun hvort þingmanni repúblikana frá Georgíu, Marjorie Taylor Greene, verði vikið úr nefndarsætum sínum í þinginu, að því er fram kemur á vef New York Times. Greene er ötull fylgismaður samsæriskenninga og hefur látið ýmis misgáfuleg ummæli falla í tíð sinni sem stjórnmálamaður.

Leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, fordæmdi mörg ummæli hennar í dag en sagðist þó ekki vilja grípa til neinna aðgerða vegna þessa.

„Ummæli Marjorie Taylor Greene, í gegnum tíðina, um skotárásir í skólum, pólitísk voðaverk og andsemitískar samsæriskenningar endurspegla ekki þau gildi sem eru í hávegum höfð meðal þingmanna repúblikana í fulltrúadeildinni,“ sagði McCarthy í fréttatilkynningu.

„Ég fordæmi þessi ummæli.“

Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segist fordæma ummæli …
Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segist fordæma ummæli Marjorie Taylor Greene en segist samt ekki vilja grípa til aðgerða vegna þeirra. Slíkt sé einungis pólitískt valdatafl af hálfu demókrata. AFP

Flokkspólitískt valdatafl

Í sömu fréttatilkynningu sagði McCarthy þó að hann teldi ekki ástæðu til þess að víkja Greene úr sæti sínu í nefndum þingsins. Tilraun demókrata til slíks sagði hann vera pólitískt valdatafl, en demókratar vildu að Greene viki úr sæti sínu í nefndum á sviði menntamála og fjárlagagerðar.

Á meðan flutti tilkynningu sína á blaðamannafundi hittust margir þingmenn repúblikana hver annan undir fjögur augu til að ræða hvað skyldi gera við Greene en ummæli hennar hafa valdið þingflokki repúblikana nokkrum höfuðverk.

Liz Cheney.
Liz Cheney. AFP

Heimildamenn New York Times segja einnig að rætt hafi verið um framtíð Liz Cheney, þingmanns repúblikana frá Wyoming. Liz Cheney er eldri dóttir dóttir Dick Cheney, varaforseta í tíð Bush yngri Bandaríkjaforseta, og konu hans Lynne.

Liz hefur vakið reiði samflokksmanna sinna fyrir að segjast munu kjósa með því að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, verði sakfelldur fyrir embættisbrot. Stuðningsmenn Trump innan Repúblikanaflokksins vilja að henni verði vikið úr leiðtogasæti þingsflokksins, en hún er þriðji þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert