McConnell segir Trump eiga sök á árásinni

McConnell kaus með sýknu í öldungadeildinni fyrr í dag.
McConnell kaus með sýknu í öldungadeildinni fyrr í dag. AFP

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, gagnrýndi flokksbróður sinn og fyrrverandi forsetann Donald Trump harðlega í kjölfar atkvæðagreiðslu þingsins um sekt eða sýknu hans, þrátt fyrir að hafa sjálfur kosið með sýknu.

Sagði hann forsetann ábyrgan fyrir árásinni á þinghúsið 6. janúar.

„Það er engin spurning – engin – um að Trump forseti er raunverulega og siðferðilega ábyrgur fyrir því að hafa orsakað atburði þessa dags,“ sagði McConnell í ræðu eftir að ljóst varð að öldungadeildin hefði sýknað Trump.

Tók hann fram að gjörðir Trumps í aðdraganda áhlaupsins fælu í sér skammarlega vanrækslu á embættisskyldum og bætti við að enn mætti sækja forsetann fyrrverandi til saka.

„Hann hefur ekki enn komist upp með neitt.“

Fyrir atkvæðagreiðsluna hafði leiðtoginn sent flokkssystkinum sínum bréf þar sem hann sagðist myndu kjósa með sýknu. Ákær­ur þings­ins sem þess­ar væru aðallega tæki til að víkja for­seta úr embætti og þar með skorti þingið lög­sögu í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert