Myndskeiðinu ætlað að hræða

AFP

Aldrei áður hafa Rússar mótmælt stjórn Vladimírs Pútíns jafn kröftuglega og eftir að helsti stjórnarandstæðingur landsins, Alexei Navalní, var handtekinn og fangelsaður. Nýverið var myndskeiði lögreglunnar lekið á netið en þar sést stjórnarandstæðingi haldið yfir matarskál hunds.

BBC ákvað að hafa uppi á mótmælandanum sem sést á myndskeiðinu, Gennady Shulga, sem er búsettur í Vladivostok, í tæplega 6.500 km fjarlægð frá Moskvu. 

Shulga telur að myndskeiðinu hafi verið lekið á netið til að hræða fólk frá því að taka þátt í mótmælum. Að sýna fólki hvað yfirvöld geti gert. 

Við réttarhöldin í Moskvu í gær var Navalní haldið í glerbúri allan daginn en hann hefur nýtt langa daga í réttarsölum undanfarnar vikur til að gagnrýna Pútín harðlega og hvetja stuðningsfólk sitt til dáða. Nú er Navalní fyrir rétti ákærður fyrir að lítilsvirða stríðshetju. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert