Samþykktu vitnaleiðslur við réttarhöldin

Jaime Herrera Beutler.
Jaime Herrera Beutler. AFP

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt vitnaleiðslur við fyrirtöku ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til embættismissis, og er von repúblikana um hraða afgreiðslu málsins því úti.

Fimm þingmenn Repúblikanaflokksins kusu með því að leyfa vitnaleiðslur eftir að saksóknarar í málinu gáfu til kynna að fulltrúadeildarþingmaður repúblikana, Jaime Herrera Beutler, sem kaus með ákærunni á hendur Trump, myndi bera vitni um símtal þáverandi forsetans við einn leiðtoga fulltrúadeildar þingsins meðan á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghúsið stóð 6. janúar síðastliðinn.

Talsverð ringulreið greip um sig í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um vitnaleiðslurnar og báðu nokkrir þingmenn um hlé á réttarhöldunum til að ákveða næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert