Hættir í Hvíta húsinu

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AFP

Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, TJ Ducklo, sagði upp störfum í gærkvöldi eftir að hafa verið sendur í launalaust leyfi fyrir að hóta blaðakonu.

Ducklo á að hafa sagt við blaðakonu Politico, Töru Palmeri, að hann myndi rústa henni eftir að hún spurði hann út í persónuleg málefni. Í tilkynningu sem Ducklo sendi frá sér í gær kemur fram að ummæli hans hafi verið hræðileg.

TJ Ducklo er hættur í samskiptateymi forseta Bandaríkjanna.
TJ Ducklo er hættur í samskiptateymi forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af Twitter

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann muni reka hvern þann starfsmann sinn sem sýnir starfssystkinum lítilsvirðingu.


Ducklo skrifar á Twitter í gærkvöldi að engin orð geti lýst því hversu mikið hann sjái eftir hegðun sinni sem sé óafsakanleg og viðbjóðsleg. Hann hafi notað orð sem engin kona eigi að þurfa að heyra, sérstaklega ekki í þeim aðstæðum sem hún reynir að sinna starfi sínu. Þetta sé óviðunandi af hans hálfu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert