Bylur gengur yfir Bandaríkin

Frá borginni Seattle í Washington.
Frá borginni Seattle í Washington. AFP

Mikil bylur hefur gengið yfir Bandaríkin í dag og hefur ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, lýst yfir neyðarástandi í ríkinu.

Þar að auki hefur bandaríska veðurstofan greint frá því að viðvaranir vegna veðursins ná til yfir 150 milljóna Bandaríkjamanna og segir að veðrið eigi sér enga hliðstæðu. 

„Ég hvet alla Texasbúa til að vera á varðbergi gagnvart sérlega slæmu veðri,“ sagði Abbott í yfirlýsingu.

Fólk á gangi í Nashville.
Fólk á gangi í Nashville. AFP

Rafmagnslaust var hjá yfir 2,6 milljónum íbúa Texas og kuldinn í Houston fór niður í mínus 9 gráður.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir neyðarástandi í Texas í gær og sagðist ætla að útvega neyðaraðstoð til að takast á við bylinn og kuldann.

Þetta slys varð í Texas í síðustu viku vegna mikillar …
Þetta slys varð í Texas í síðustu viku vegna mikillar hálku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert