MDE krefst þess að Rússar sleppi Navalní

Alexei Navalní í dómsal.
Alexei Navalní í dómsal. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní segir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi úrskurðað að Rússar skuli sleppa honum strax úr haldi þar sem hann sé í lífshættu.

Navalní birti á bloggsíðu sinni afrit af úrskurði dómstólsins þar sem þetta kemur fram.

Dómstóllinn staðfesti úrskurðinn við AFP-fréttastofuna og sagði að hann yrði birtur von bráðar.

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu.
mbl.is