Sendiherra Ítalíu skotinn til bana

Frá flóttamannabúðum í Austur-Kongó fyrr í mánuðinum.
Frá flóttamannabúðum í Austur-Kongó fyrr í mánuðinum. AFP

Sendiherra Ítalíu í Austur-Kongó hefur verið skotinn til bana. Var sendiherrann um borð í bílalest á vegum matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í borginni Goma þegar skotið var á hana fyrr í dag.

Luca Attanasio.
Luca Attanasio. AFP/Ítalska utanríkisráðuneytið

Ítalska utanríkisráðuneytið hefur staðfest þetta en vitað er til þess að tveir aðrir hafi látist í árásinni, þar á meðal ítalskur lögreglumaður.

Sendiherrann, Luca Attanasio, lést af sárum sínum eftir skothríðina.

mbl.is