Tjara þekur strendur Ísraels

Sjálfboðaliðar að störfum á HaBonim-strönd, suður af borginni Haifa.
Sjálfboðaliðar að störfum á HaBonim-strönd, suður af borginni Haifa. AFP

Yfirvöld í Ísrael hafa varað fólk við að gera sér ferð um strendur landsins eftir að gríðarmikils tjöruleka varð vart í hafinu. Þúsundir hermanna og sjálfboðaliða starfa nú við að hreinsa strendurnar.

„Snerting við tjöru getur ógnað lýðheilsu,“ sögðu umhverfis-, heilbrigðis- og innanríkisráðherrar landsins í yfirlýsingu í gær. 

Tjaran, sem þegar hefur orðið fjölda sjávarlífvera að bana, virðist hafa átt uppruna í tugum eða hundruðum tonna af olíu sem skip leysti frá sér í Miðjarðarhafinu.

„Þetta eru risastórar hamfarir, orð geta ekki lýst þessu,“ segir Gil Haviv, landvörður í Gador-þjóðgarðinum sem liggur á milli borganna Haifa og Tel Aviv.

Sæskjaldbaka tjöruhreinsuð.
Sæskjaldbaka tjöruhreinsuð. AFP

Bara séð hvað er á ströndunum

Starfsbróðir hans, Noam Matsri, segir að fjarlægja þurfi sem mest af tjörunni sem fyrst, áður en veðrið leysir hana upp og inn í sandinn.

„Á meðan það er kalt þá er það í lagi. Þegar það hlýnar mun hún byrja að límast við og verða fljótandi.“

Sjósundkonan Melody Cohen segir það hryggja sig mjög að sjá þennan skaða á umhverfinu.

„Við höfum bara séð hvað er á ströndunum. Við vitum ekki enn hvað á sér stað undir yfirborðinu.“

Dauður hvalur fannst við hreinsunarstörfin. Ekki er þó talið að …
Dauður hvalur fannst við hreinsunarstörfin. Ekki er þó talið að dauði hans tengist menguninni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert