Facebook afléttir fréttabanni í Ástralíu

Facebook.
Facebook. AFP

Facebook ætlar að aflétta banni sínu á deilingu frétta frá áströlskum fréttamiðlum eftir að ríkisstjórn landsins samþykkti að gera breytingar á lagafrumvarpi sem átti að skylda tæknirisann til að greiða fjölmiðlafyrirtækjum fyrir fréttirnar.

Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði að samkomulagi hefði verið náð um lykilatriði í lögunum, sem tæknifyrirtæki höfðu mótmælt ákaft.

„Vegna þessara breytinga getum við núna haldið áfram að auka hlutdeild okkar í því að vekja áhuga á blaðamennsku í þágu almennings, auk þess sem við munum birta aftur fréttir á Facebook fyrir Ástrala á næstu dögum,“ sagði Will Easton, framkvæmdastjóri hjá Facebook í Ástralíu.

mbl.is