Lést við undirbúning kynjaveislu

Samkvæmt lögreglu lést Pekny við sprenginguna og bróðir hans var …
Samkvæmt lögreglu lést Pekny við sprenginguna og bróðir hans var fluttur slasaður á sjúkrahús. AFP

Tilvonandi faðir frá bænum Liberty í New York-ríki vestanhafs lést eftir að tæki sem hann smíðaði vegna kynja­veislu, þar sem gest­um er greint frá kyni barns, sprakk.

Hinn 28 ára Christopher Pekny var að setja tækið saman þegar það sprakk, rétt fyrir hádegi á sunnudag.

Samkvæmt lögreglu lést Pekny við sprenginguna og bróðir hans var fluttur slasaður á sjúkrahús.

Eldri bróðir Pekny sagði í samtali við New York Times að um fáránlegt slys hefði verið að ræða. Hvorki hann né lögregla greindu frá því nákvæmlega um hvernig tæki hefði verið að ræða.

Í umfjöllun BBC kemur fram að kynjaveislur hafi áður valdið miklum skaða og eru skógareldar í Kaliforníu síðasta haust nefndir í því samhengi. 

mbl.is