Lífsgæðin eigi eftir að batna til muna

Tvær konur á gangi fram hjá veitingastöðum í London í …
Tvær konur á gangi fram hjá veitingastöðum í London í desember. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að fjögurra þrepa áform sín um tilslakanir á samkomutakmörkunum á Englandi séu „bein leið í átt að frelsi“.

Ef allt gengur að óskum verður takmörkunum að fullu aflétt 21. júní.

Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur af sumum af samherjum sínum á þinginu sem segja breytingarnar ganga of hægt fyrir sig. Sjálfur segir Johnson að lífsgæði almennings eigi eftir að batna til muna, að því er BBC greindi frá. 

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, mun á næstunni greina frá sínum áformum um tilslakanir vegna kórónuveirunnar. Fyrir liggur að mismunandi reglur munu gilda á mismunandi svæðum í landinu. 

Nicola Sturgeon.
Nicola Sturgeon. AFP

Breska ríkisstjórnin er með í athugun hvort það myndi hjálpa til þegar kemur að því að opna samkomustaði á nýjan leik ef fólk gæti sýnt fram á að það hefði fengið bóluefni við veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina