Rannsaka hreyfla Boeing 777

Brak úr hreyfli Boeing 777-þotu United Airlines sem féll til …
Brak úr hreyfli Boeing 777-þotu United Airlines sem féll til jarðar skömmu eftir flugtak um helgina. AFP

Bandaríska flugmálastofnunin FAA greindi frá því í gær að hreyflar sem framleiddir eru af Pratt & Whitney verði teknir til sérstakrar skoðunar. Um er að ræða hreyfla sömu tegundar og þann sem brann á Boeing 777-þotu United Air­lines skömmu eftir flugtak frá Denver um liðna helgi.

Í tilkynningu frá Bandarísku flugmálastofnuninni kemur fram að stofnunin hafi íhugað, fyrir atvikið um síðustu helgi, að rannsaka hreyflana gaumgæfilega eftir svipað atvik sem kom upp í Japan í desember. Sú vél var með sams konar hreyfla.

Enn fremur ætli stofnunin sér að rannsaka fremsta hluta hreyflana en til þess verði notuð sérstök tækni sem greini sprungur innan í blöðum þotuhreyfla.

Alls voru 128 Boeing 777-þotur kyrrsettar eftir atvikið um helgina en engan sakaði þar. Margir farþega urðu þó mjög skelkaðir þegar kviknaði í öðrum hreyfli vél­ar­inn­ar með þeim af­leiðing­um að hann missti afl og brak úr hon­um féll til jarðar yfir Den­ver.

Flugmenn sneru vélinni rakleiðis við og lentu henni heilu og höldnu í Denver.

mbl.is