Fjórir menn drukknuðu í Svíþjóð

Talsmaður lögreglu segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvað gerðist …
Talsmaður lögreglu segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvað gerðist en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átti sér stað. AFP

Fjórir karlmenn, á aldrinum 65 til 75 ára, drukknuðu þegar þeir féllu niður um vök á stöðuvatni í suðurhluta Svíþjóðar í gær.

Lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum var gert viðvart vegna slyss um klukkan hálfsjö að staðartíma í gærkvöldi en mennirnir féllu ofan í Sävsjö-vatnið skammt frá borginni Jönköping.

Voru þeir allir meðvitundarlausir þegar tókst að ná þeim upp úr vatninu og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Talsmaður lögreglu segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvað gerðist en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átti sér stað.

mbl.is