TikTok greiðir milljónir dala í dómssátt

TikTok byggingin í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
TikTok byggingin í Kaliforníu í Bandaríkjunum. AFP

Fallist hefur verið á að samfélagsmiðillinn TikTok greiði 92 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar 11,7 milljörðum króna, í dómsátt um fjölda málsókna á hendur miðlinum fyrir að brjóta á persónuvernd ungra notenda sinna. 

Meðal þess sem kveðið er á um í dómssátt er að samfélagsmiðlinum, sem snýst um að deila stuttum myndböndum, verði gert að hafa gegnsærri persónuverndarstefni þar sem skýrar er kveðið á um söfnun persónuupplýsinga og betri þjálfun starfsfólks um notendavernd.

Alls var um 21 hópmálsókn að ræða sem beint var að kínverska móðurfélagi TikTok ByteDance. 

„TikTok forritið tekur yfir tæki notenda sinna og dregur til sín fjölda af persónulegum gögnum, þar með talið líffræðilegum gögnum sem notuð eru til að rekja og flokka TikTok notendur meðal annars í þeim tilgangi að beina að þeim auglýsingum og græða,“ sögðu lögmenn sækjenda. 

Hugbúnaður TikTok sem ber kennsl á andlit notenda og býður upp á tæknibrellur til að bæta myndbönd þeirra greinir einnig aldur, kyn og kynþátt notenda til að besta meðmæli með efni af veitunni er kemur fram í gögnum málsóknanna.

Þá sögðu lögmenn er ráku málsóknirnar að persónuupplýsingarnar væru sendar og unnar í Kína þar sem móðurfélag TikTok er staðsett. Forsvarsmenn TikTok neituðu því að nokkrar persónuupplýsingar hefðu verið misnotaðar. 

mbl.is