Fangelsi í sóttkví eftir hópsmit

Belgíska fangelsið Namur.
Belgíska fangelsið Namur. AFP

Belgískt fangelsi hefur verið sett í sóttkví og allir fangarnir verða að halda sig í klefum sínum eftir að yfir helmingur þeirra greindist með Covid-19.

Í fangelsinu eru 132 fangar. Einnig hafa um 60 af 115 starfsmönnum Namur-fangelsisins í suðausturhluta Belgíu smitast síðan fyrsta tilfellið greindist snemma í síðustu viku.

Einn fangi hefur verið fluttur á sjúkrahús og ástandið er„mjög alvarlegt“, að sögn talsmanns fangelsismála, Kathleen De Vijver.

Fangarnir hafa fengið hreinlætisvörur inn í klefa sína, auk þess sem þeir fá eina heita máltíð á dag. Gönguferðir og heimsóknir eru aftur á móti ekki leyfðar og ekki mega þeir lengur fara í sturtu í búningsherbergjum.  

AFP
mbl.is