Yfir 300 skólastúlkur numdar á brott

Ein stúlknanna sem saknað er.
Ein stúlknanna sem saknað er. AFP

Yfir 300 skólastúlkur voru numdar á brott af óþekktum vopnuðum mönnum í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagsmorgun. 

BBC hefur eftir nígerísku lögreglunni að stúlkurnar hafi verið teknar úr heimavistaskóla í Jangebe í Zamfara-fylki. 

Nokkuð títt er að skólabörnum sé rænt í Nígeríu og lausnargjalds krafist. Hið minnsta 42 einstaklingum, þeirra á meðal 27 nemendum, var rænt í fylkinu Kagara í Níger í síðustu viku. Fólkið hefur ekki verið látið laust úr haldi mannræningjanna. 

Mannræningjarnir, sem sumir voru klæddir sem öryggisverðir, komu að skólanum klukkan eitt að staðartíma á föstudagsmorgun á jeppum og mótorhjólum og þvinguðu stúlkurnar upp í jeppana. Talið er að yfir 100 vopnaðir menn hafi staðið að ráninu. 

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni og stúlkurnar hafa enn ekki fundist. 

Heimavist skólans.
Heimavist skólans. AFP
mbl.is