Ráðherra sakaður um nauðgun

AFP

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison,  hafnar því að reka ráðherra ríkisstjórnarinnar frá völdum sem er sakaður um nauðgun. Segir hann að ekkert sé hæft í ásökunum á hendur ráðherranum sem ekki hefur verið nafngreindur.

Scott Morrison er þegar undir miklum þrýstingi vegna eitraðrar menningu á þingi þar sem konur kvarta undan kynferðislegri áreitni og færri tækifærum. 

Morrison segir að ráðherrann sé saklaus þar til sekt er sönnuð. Að ásakanir um saknæmt athæfi eigi að rannsaka hjá lögreglu. Stutt er síðan Morrison fékk bréf þar sem sagt var að ráðherrann hefði nauðgað 16 ára stúlku í Sydney árið 1988. Konan framdi sjálfsvíg í fyrra. Forsætisráðherra segist hafa rætt málið við ráherrann, sem ekki er nafngreindur vegna lagaákvæða, og sá harðneiti ásökunum. 

Morrison sagði við blaðamenn í dag að í Ástralíu giltu lög og það væri í höndum lögreglunnar að rannsaka sakamál og svo sé farið með þetta mál sem önnur. Lögregla staðfestir að málið sé komið til hennar en ekki sé hægt að segja neitt frekar um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert