Starfsfólk í ferðaþjónustu bólusett í bílnum

Yfirvöld á indónesísku ferðamannaeyjunni Balí hafa hafið bólusetningarherferð þar sem þúsundum starfsmanna í ferðaþjónustu býðst að fá bólusetningu beint í bílinn. 

Herferðin hófst um helgina, en ferðaþjónusta er langstærsta atvinnugrein eyjarinnar og vonast yfirvöld til þess að með þessu geti þau farið að taka á móti ferðamönnum á eyjunni að nýju.

Indónesíska eyjan er fyrst ferðamannastaða í Suðaustur-Asíu til að hefja bólusetningar á starfsfólki í ferðaþjónustu, en til stendur að ljúka þar bólusetningu á 5.000 starfsmönnum hótela, veitingastaða og leigubílaþjónustu fyrir lok mánaðarins.

Lokað var fyrir komu ferðamanna til Balí í ágúst síðastliðnum, sem hefur vitanlega haft lamandi áhrif á þessa stærstu atvinnugrein eyjarinnar.

Alls hafa 923 látist úr kórónuveirunni á Balí frá því að faraldurinn hófst og um 34 þúsund tilfelli hennar greinst.

Bólusetningar hófust í Indónesíu, fjórða fjölmennasta landi heims, í janúar með kínverska bóluefninu CoronaVac.

Indónesíska eyjan er fyrst ferðamannastaða í suðaustur Asíu til að …
Indónesíska eyjan er fyrst ferðamannastaða í suðaustur Asíu til að hefja bólusetningar á starfsfólki í ferðaþjónustu, en til stendur að ljúka þar bólusetningu á 5.000 starfsmönnum hótela, veitingastaða og leigubílaþjónustu fyrir lok mánaðarins. AFP
mbl.is