Fleiri ríki leita bóluefna utan samstarfs Evrópusambandsins

Pólsk yfirvöld hafa rætt við kínversk yfirvöld um að kaupa …
Pólsk yfirvöld hafa rætt við kínversk yfirvöld um að kaupa Sinovac bóluefnið. AFP

Fjöldi Evrópusambandsríkja er farinn að huga að því að semja um bóluefni gegn Covid-19 utan bóluefnasamstarfs Evrópusambandsins og eru nokkur þeirra nú þegar farin að semja utan þess að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins í dag. Þar segir að yfirvöld í Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Tékklandi hafi öll gert ráðstafanir til að tryggja sér bóluefni utan Evrópusambandsins. 

Danmörk og Austurríki bættust í hóp þessara ríkja í gær en löndin skoða nú samstarf við Ísrael í þeim efnum. Ekkert hefur heyrst af ákvörðunum íslenskra stjórnvalda hvað þetta varðar en Ísland er aðili að bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins. Hvorki sóttvarnalæknir né heilbrigðisráðherra höfðu tök á að veita viðtöl vegna þessa þegar þess var óskað í gærkvöldi segir í frétt Morgunblaðsins í dag. 

Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að aðildarríkjum þess væri nú frjálst að gera sérstaka samninga um kaup á bóluefnum, en fyrri stefna þess var sú að ríkin stæðu öll saman að bóluefnakaupum.

Bólusetningar í ríkjum Evrópusambandsins hafa gengið mun hægar en í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ísrael og víðar. Kanslari Austurríkis sagði í gær að Evrópska lyfjastofnunin hefði verið of lengi að samþykkja bóluefni gegn Covid-19.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »