Sterkur jarðskjálfti í Grikklandi

Frá grísku höfuðborginni Aþenu.
Frá grísku höfuðborginni Aþenu. AFP

Sterkur jarðskjálfti skók Grikkland í dag, skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma, og þustu íbúar borgarinnar Larissa út á götur af ótta við að verða undir byggingum.

Bandaríska jarðvísindastofnunin metur skjálftann 6,3 að styrkleika eins og áður sagði. Grískir vísindamenn telja skjálftann þó hafa verið öllu minni, eða upp á 6,0.

Upptök hans voru um 21 kílómetra suður af bænum Elassona, nærri Larissa, og á tíu kílómetra dýpi.

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, þar af einn af stærðinni 4,0 og hafa yfirvöld varað við því að fleiri kunni að fylgja.

Ekki er vitað til tjóns á fólki eða eignum, en jarðskriður hafa fallið í kjölfar skjálftans.

mbl.is