Kallaði meint fórnarlamb nauðgunar „lygna belju“

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannfundi í fyrra.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannfundi í fyrra. AFP

Ríkisstjórn Ástralíu hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað meint fórnarlamb nauðgunar „lygna belju“.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði að varnarmálaráðherrann, Linda Reynolds, „sjái mjög eftir“ ummælum um fyrrverandi starfsmann hennar, Brittany Higgins, sem steig fram í síðasta mánuði og sagðist hafa verið nauðgað í þinghúsinu af samstarfsmanni árið 2019.

„Ég talað við Reynolds ráðherra í morgun um þetta mál,“ sagði Morrison. „Hún veit að þessi ummæli voru óviðeigandi og röng ... þau voru sett fram á hennar eigin skrifstofu í erfiðri viku,“ sagði Morrison.

Higgins, sem er 26 ára, sagði ummælin „ótrúlega særandi“ og bætti við að „svona hegðun og tungutak er aldrei hægt að afsaka“.

„Þetta sýnir enn betur þá eitruðu vinnustaðamenningu sem á sér stað á bak við luktar dyr í þinghúsinu.“

Christian Porter.
Christian Porter. AFP

Annað nauðgunarmál tengist áströlsku ríkisstjórninni því dómsmálaráðherrann, Christian Porter, er sakaður um að hafa nauðgað 16 ára samnemanda sínum árið 1988.

Morrison hefur ekki farið fram á að ráðherrarnir tveir víki úr embætti. Hann hefur einnig vísað á bug kröfum um að sjálfstæð rannsókn fari fram á ásökununum á hendur Porter, sem neitar sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert