Farinn í sögulegt ferðalag til Íraks

Páfinn stígur upp í flugvél á leið til Íraks.
Páfinn stígur upp í flugvél á leið til Íraks. AFP

Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun í sögulegt ferðalag til Íraks. Þetta er fyrsta utanlandsferðin hans síðan kórónuveirufaraldurinn hófst og þetta verður einnig í fyrsta sinn sem páfi heimsækir landið. 

Fram undan er þriggja daga dagskrá í Írak. Ætlunin er að veita samfélögum kristinna í landinu huggun. Einnig mun hann halda áfram að reyna að ná til múslima með fundi sínum með helsta sjítaklerki Íraks, Ayatollah Ali al-Sistani.

mbl.is