Segja Kínverja að baki tölvuárás

Jen Psaki, fréttaritari Hvíta hússins, kveðst hafa miklar áhyggjur af …
Jen Psaki, fréttaritari Hvíta hússins, kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni og segir að öll fyrirtæki sem noti tölvupóst frá Mircosoft þurfi að fara vel yfir sín öryggismál. AFP

Tæknirisinn Microsoft segir kínverska tölvuþrjóta standa að baki árásum á tölvupóstskerfi fyrirtækisins eftir að hakkarar brutust inn í kerfið fyrr í vikunni.

Microsoft segir kínversku þrjótana kallast Hafnium og að þeir hafi reynt að stela gögnum frá lögfræðistofum, háskólum og rannsóknaraðilum smitsjúkdóma.

Jen Psaki, fréttaritari Hvíta hússins, kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni og segir að öll fyrirtæki sem noti tölvupóst frá Microsoft þurfi að fara vel yfir sín öryggismál.

Í frétt BBC kemur fram að árásin kunni að hafa áhrif á tugþúsundir fyrirtækja og stofnana vestanhafs.

Talsmaður kínverskra stjórnvalda vísar því hins vegar á bug að Kínverjar standi að baki árásinni.

mbl.is