Dalai Lama bólusettur

Dalai Lama bólusettur.
Dalai Lama bólusettur. AFP

Dalai Lama, andlegur leiðtogi tíbetskra búddista, hefur fengið fyrri skammt af bóluefni gegn Covid-19 að því er segir á vef BBC. Hann hvatti þá alla sem geta til þess að láta bólusetja sig.  

„Þetta er mjög mjög hjálplegt, mjög gott,“ sagði Dalai Lama þegar hann fékk AstraZeneca-bóluefnið í Dharamsala á Indlandi í gær.  

Frá og með 1. mars hafa bólusetningar boðist einstaklingum eldri en 60 ára á Indlandi en Dalai Lama varð 81 árs í febrúar. 

Dalai Lama sagði fólk verða að fá bólusetningu „til að koma í veg fyrir alvarleg vandamál“. 

Að sögn dr. Gurdarshan Gupta, yfirlæknis í Kangra-hverfi Himachal Pradesh, bauðst Dalai Lama til að mæta sjálfur á bólusetningarstað „eins og venjulegur maður“. 

Í viðtali við BBC í fyrra sagði Dalai Lama að heimsfaraldurinn hefði stuðlað að „umhyggju og samúðarfullum tilfinningum“. 

mbl.is