Sýrlensku forsetahjónin með Covid-19

Mynd af forsetahjónunum, Bashar al-Assad og Asma, á kjörstað í …
Mynd af forsetahjónunum, Bashar al-Assad og Asma, á kjörstað í fyrra. AFP

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, og eiginkona hans, Asma, hafa greinst með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum úr forsetahöllinni eru þau bæði með mild einkenni.

Eftir að þau fundu fyrir einkennum fóru þau í PCR-próf sem sýndi að þau væru bæði með veiruna. Hvorugt þeirra er alvarlega veikt að því er segir í tilkynningu. 

Við PCR-próf er tekið öndunarfærasýni (nefkoks- og hálsstrok) og leitað að kjarnsýrum (erfðaefni) veirunnar. 

mbl.is