Fundu líkamsleifar í skóglendi

Lögreglan sagði frá fundinum á blaðamannafundi í dag í tengslum …
Lögreglan sagði frá fundinum á blaðamannafundi í dag í tengslum við hvarf Söruh Everard. AFP

Lögreglan í London fann í dag líkamsleifar í skóglendi í nágrenni Ashford í Kent, í leit að hinni 33 ára Söruh Everard, sem seinast sást til 3. mars. Lögregluþjónn sætir enn yfirheyrslum vegna málsins.

Seinast sást til Everard þegar hún gekk ein á breiðgötu við Clapham í Suður-London klukkan hálftíu að kvöldi og telur lögregla óljóst hvort hún hafi náð til heimilis síns í Brixton.

Á blaðamannafundi í dag sagði lörgeglufulltrúinn Dame Cressida mannrán á götum úti afar sjaldgæf í London en vissulega væri skiljanlegt að konur sem búa í nágrenninu finni fyrir kvíða í kjölfar fréttanna.

Málið hefur vakið mikla reiði innan lögreglunnar að sögn Cressida, í ljósi þess að hinn grunaði er lögreglumaður, og áréttaði hún á blaðamannafundi að starf lögreglunnar væri að standa vaktina og tryggja öryggi fólks.

Frétt BBC

mbl.is