Líkamsleifarnar eru af Söruh Everard

Sarah Everard.
Sarah Everard. AFP

Staðfest hefur verið að líkamsleifarnar, sem fundust í skóglendi síðasta miðvikudag í nágrenni Ashford í Kent, séu af Söruh Everard. Þetta segir á vef BBC.

Síðast sást til hinnar 33 ára Everard 3. mars þegar hún var á leið sinni heim í suðurhluta Lundúna. Ekki er vitað hvort hún náði til heimilis síns.

Lögreglumaður sem handtekinn var fyrr í vikunni vegna málsins situr enn í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana.

Á blaðamanna­fundi í gær sagði lögreglu­full­trú­inn Dame Cressida mann­rán á göt­um úti afar sjald­gæf í London en vissu­lega væri skilj­an­legt að kon­ur sem búa í ná­grenn­inu fyndu fyr­ir kvíða í kjöl­far frétt­anna.

Skipulagt var að halda minningarstund fyrir Everard en vegna Covid-19 hefur hópurinn „Endurheimtum göturnar“ (e. Reclaim These Streets) ekki fengið heimild til að halda minningarstundina.

Fjöldi blómvanda hefur verið lagður í skóglendinu þar sem líkamsleifar …
Fjöldi blómvanda hefur verið lagður í skóglendinu þar sem líkamsleifar Söruh Everard fundust. AFP
mbl.is