Lögreglumaðurinn ákærður fyrir morð

Wayne Couzens hefur verið í lögreglunni í London frá árinu …
Wayne Couzens hefur verið í lögreglunni í London frá árinu 2018.

Lögreglumaður í London hefur verið ákærður fyrir að myrða Söruh Everard, 33 ára gamla konu sem hvarf sporlaust fyrr í mánuðinum. Lík konunnar fannst á miðvikudag í skóglendi nærri bænum Ashford í Kent.

Everard hafði verið á heimleið frá vinkonu sinni í suðurhluta Lundúna þegar hún hvarf. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um hvaða upplýsingar leiddu lögregluna á sporið.

Lögreglumaðurinn, Wayne Couzens, var handtekinn á miðvikudag en ákæra ekki lögð fram fyrr en í dag. Síðan þá hefur tvisvar þurft að leggja hann inn á spítala vegna höfuðáverka sem hann olli sjálfum sér í fangaklefa.

Sarah Everard.
Sarah Everard. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert