Hlusta verði á konur

Ummæli Boris Johnsonar féllu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum, …
Ummæli Boris Johnsonar féllu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum, við störfum lögreglu á minningarathöfninni, í heimsókn sinni til samgönguyfirvalda í London í dag. AFP

Konur verða að fá „almennilega áheyrn“ við ábendingum sínum segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, eftir að lögregla beitti valdi í minningarathöfn og kröfugöngu vegna dauða Söruh Everard í Bretlandi.

Johnson sagði myndefni af lögregluþjónum að fjarlægja fjölda kvenna með valdi af minningarathöfninni valda sér vanlíða. Hann bætti því við að það væri algjört grundallaratriði að konur upplifðu að á þær væri hlustað og „að hann myndi ganga úr skugga um það“.
BBC greinir frá.

Aðspurður hvort Johnson bæri enn fullt traust til lögreglustjórans í London, Cressidu Dick, svaraði Johnson því játandi.   

„Raunveruleikinn er sá að þjóðin er enn öll sameinuð í áfalli yfir örlögum Söruh Everard og við verum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna svör,“ sagði Johnson. 

„Grundvallaratriði sem við verðum að ávarpa sem þjóð og sem samfélag og sem stjórnvöld er að, konur sérstaklega, verða að finna að á þær sé hlustað þegar þær upplýsa um ofbeldi og árásir,“ bætti Johnson við. 

Sjá má viðtal BBC-fréttastöðvarinnar við Boris Johnson hér:mbl.is