Trump hvetji stuðningsmenn til bólusetninga

Donald Trump og Anthony Fauci.
Donald Trump og Anthony Fauci. AFP

Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna segir að það myndi skipta sköpum ef Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvetti repúblikana til að láta bólusetja sig við kórónuveirunni.

„Það myndi skipta öllu máli,“ sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, við Fox News í gær, að því er BBC greindi frá. „Hann er mjög vinsæll á meðal repúblikana.“

Í nýlegri skoðanakönnun í Bandaríkjunum kom fram að allt að 49% karlmanna sem styðja Repúblikanaflokkinn vilja ekki láta bólusetja sig.

Á fundi íhaldsmanna í síðasta mánuði sagði Trump: „Drífið ykkur öll og látið bólusetja ykkur.“ Það var í fyrsta sinn sem hann hvatti fólk til þess. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið síðan þá.

Nýlega var greint frá því að fjór­ir fyrr­ver­andi for­set­ar Banda­ríkj­anna, þeir Barack Obama, Geor­ge W. Bush, Bill Cl­int­on og Jimmy Cart­er, myndu koma fram í nýrri aug­lýs­inga­her­ferð í Banda­ríkj­un­um þar sem fólk er hvatt til að láta bólusetja sig. Eini fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna sem er á lífi en tek­ur ekki þátt í her­ferðinni er Don­ald Trump. 

mbl.is