Gulleit mengun lamar Peking

Það er óraunverulegt um að litast í Peking, höfuðborg Kína, í augnablikinu þar sem stærsti sandstormur sem hefur sést í borginni í áratug hefur geysað að undanförnu. Flugsamgöngur hafa legið niðri auk þess sem skólahald og íþróttastarf hefur lagst af í borginni sem er umvafin gulleitum hjúp.

Stormurinn á upptök sín í Góbí-eyðimörkinni og hafa íbúar borgarinnar þurft að nota hlífðargleraugu og grímur til að hylja vit sín fyrir sandinum og rykinu sem hylur borgina eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði AFP-fréttaveitunnar.

Mengunin í Peking er í hæstu hæðum þessa dagana á …
Mengunin í Peking er í hæstu hæðum þessa dagana á meðan sandstormur bætist við svifrykið í borginni sem er alla jafna mikið. AFP

Skyggni í borginni er einungis í kringum 500 metra og kínversk yfirvöld hafa greint frá því að einhver dauðsföll hafi orðið af völdum sandstormsins. Vonir yfirvalda stóðu til að koma mætti í veg fyrir slíkar hamfarir í norðurhluta Kína með gróðursetningarátaki sem gjarnan er nefnt „græni múrinn“ þar sem milljónir ferkílómetra af skóglendi hefur verið ræktað upp frá aldamótum.

Borgarbúar hafa þurft að hylja vit sín.
Borgarbúar hafa þurft að hylja vit sín. AFP

Lítið hefur rignt eða snjóað að undanförnu sem hefur skapað þessar aðstæður. Umhverfisverndarsinnar benda nú á að sandurinn ferðist í of mikilli hæð til að gróðursetning nái að hafa áhrif á ferðir hans og segja mengunina ekki síst stafa af því að iðnaður landsins sé nú kominn aftur í full afköst eftir hafa legið að einhverju leyti niðri vegna Covid-19 og svifryksmengun hefur aukist í takt við þá þróun. 

Kráka á flugi í borginni en víða hefur skyggni þar …
Kráka á flugi í borginni en víða hefur skyggni þar einungis verið 500 metrar vegna mengunarinnar. AFP
Það er óraunverulegt um að litast í viðskiptahverfi borgarinnar á …
Það er óraunverulegt um að litast í viðskiptahverfi borgarinnar á meðan sandstormurinn geysar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert