Saka Pútín um að vera hliðhollur Trump

Bandaríska leyniþjónustusamfélagið (US intellingence) hefur gefið út skýrslu þar sem …
Bandaríska leyniþjónustusamfélagið (US intellingence) hefur gefið út skýrslu þar sem rússnesk stjórnvöld eru sökuð um kosningaáróður. AFP

Leyniþjónustustofnun Bandaríkjanna telur Vladímir Pútín Rússlandsforseta hafa leyft afskipti af forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í fyrra.

Rússnesk stjórnvöld eiga að hafa staðið fyrir pólitískum áróðri gegn Joe Biden núverandi Bandaríkjaforseta, af því staðhæft er í skýrslu stofnunarinnar, en í henni er hins vegar ekki fjallað um afskipti erlendra stjórnvalda af niðurstöðum kosninganna.

Írönsk stjórnvöld einnig sökuð um áróður

Rússnesk stjórnvöld neita þessum ásökunum staðfastlega en í skýrslunni sem út kom í dag og telur 15 síður, er fjallað um áróður af hendi rússneskra og íranskra stjórnvalda. Þar sagði að innanbúðarmenn rússneskra stjórnvalda hafi dreift ósannindum um Biden Bandaríkjaforseta í aðdraganda kosninga, auk þess sem áróðursherferð hafi verið keyrð áfram til þess að rýra traust almennnings á framkvæmd kosninganna sjálfra.

Þá eiga aðilar tengdir rússnesku leyniþjónustunni að hafa breitt út áróðurssögur gegn Biden til fjölmiðla, embættismanna og fylgdarmanna Trump að því er frá segir í skýrslunni.

Írönsk stjórnvöld eru í skýrslunni sökuð um að hafa hrint af stað áróðursherferð gegn Trump, þar sem hann sótti hart að stjórnvöldum þar í landi með viðskiptaþvingunum og hörðum orðaskiptum í garð íranskra stjórnvalda.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert